Description
Rekja má uppruna ítalska vínframleiðandans Bolla aftur til ársins 1883 þegar fyrsti vínkjallari framleiðandans lét dagsins ljós í smábænum Soave, skammt frá Verona. Gæði vínframleiðandans spurðust fljótt út og fór fyrirtækið snemma að flytja út vín, þá sérstaklega til Bandaríkjanna. Svo mikilli hilli náðu þau í Bandaríkjunum að sagt er að Frank Sinatra hafi á tímabili ekki borðað á veitingastöðum nema þar væru vín frá Bolla á vínlistum og árið 1997 skipulagði Rudy Giuliani, þáverandi borgarstjóri New York borgar, sérstakan hátíðarviðburð til að fagna 50 ára sögu Bolla vínanna í Bandaríkjunum.
Í dag framleiðir Bolla vín víðsvegar um Ítalíu og er með starfsemi í mörgum af helstu vínræktarhéruðum landsins. Meirihluta vína þeirra koma frá Veneto héraði, einu þekktasta vínræktarhéraði Ítalía, en þess að auki er fyrirtækið með vínekrur og framleiðslu í Toscana, Emilia-Romagna, Lombardia og Friuli.
Í vöruvali okkar má finna lífrænt Prosecco frá Bolla, Bolla Prosecco Organic.
