Showing 1–16 of 31 results

Bava Cocchi

cocchi-vermuth-orizzontale

Cocchi hefur framleitt vermouth-a síðan á 19. öld og hafa í dag skapað sér nafn sem eitt mest virta og þekktasta vörumerki á sínu sviði í heiminum. Upprunalega voru bitterarnir notaðir sem hressingarlyf gegn kvillum á borð við kvefi en eru í dag hluti af margrómaðri matar- og vínhefð Piemonte héraðs í Ítalíu, þaðan sem þeir koma.

Cocchi-bottiglie

Bayou

Romm frá Louisiana fylki í Bandaríkjunum.

Einungis er notaður 100% náttúrulegur og óunnin reyrsykur, sem ræktaður er í fylkinu, við framleiðsluna.

Bitter Truth

tbt-logo

The Bitter Truth er þýskt fyrirtæki sem er leiðandi og margverðlaunað fyrir framleiðslu á bitterum fyrir kokteila. Kannaðu fjölbreytt úrval bragðtegunda hér að neðan.

Boulard

Boulard er fjölskyldufyrirtæki sem hefur í gegnum aldanna rás skapað sér nafn sem leiðandi framleiðandi á Calvados.

 

 

Bulldog Gin

Bulldog London Dry Gin er talið eitt af bestu ginum heimsins af gin “connaisseurs” víða um veröld. Þetta frábæra gin kom á markaðinn árið 2007 og hefur heldur betur slegið í gegn síðan þá. Bulldog London dry Gin er super premium vara sem er framleidd og þróuð af ensku brugghúsi með yfir 250 ára reynslu af eimingu.

Bulldog London Dry Gin er gert úr hveiti frá frjósömum ökrum austur Anglia á Englandi en vatnið sem notað er í eiminguna kemur frá hreinustu vatnslindum Wales.

 

Captain Morgan

Það eru fá vörumerki jafn vel þekkt hérlendis og Captain Morgan. Þetta karabíska romm, sem dregur nafn sitt af velska sautjándu aldar sjóræningjanum Sir Henry Morgan, hefur verið drukkið í kók eða “on the rocks” um áratugaskeið af Íslendingum. Fæst nú í þremur bragðtegundum:

 

CM Spiced 70 clCM blackMorgan white

Cortel

Cortel VSOP

Cortel XO

Rótgróið vörumerki frá Frakklandi sem framleiðir hágæða brandý.

Fazi Battaglia

Grappa Verdicchio frá Fazi Battaglia er búið til úr hrati Verdicchio þrúgunnar, sem sent er til eimingar í sérhönnuðum kopartank. Að eimingarferli loknu er vökvinn látinn liggja í eikartunnum í 18 mánuði til að auðga bragðgæðin enn frekar.

Gautier

Uppruna Gautier koníaksins má rekja allt aftur til 17undu aldar en fyrirtækið var formlega stofnað árið 1755, þegar Frakkakóngur veitti Gautier fjölskyldunni konunglegt leyfi til að framleiða koníak. Allar götur síðan hefur framleiðsluferlið verið nánast óbreytt og er koníakið látið eldast í eikartunnum í vatnsmyllu frá 18undu öld á bökkum Osme árinnar í Aigre héraði í Frakklandi. Þessi nálægð við vatnið verður til þess að að rakastig og hitastig í kjöllurum gefur koníakinu einstakt bragð sem hentar bæði koníak “connoisserus” og þeim sem reynsluminni eru.

 

 

 

Janneau

Janneau er fjölskyldufyrirtæki sem hefur í fjórar kynslóðir framleitt hágæða armaníak.