Við í hnotskurn

Karl K Karlsson hóf umboðs- og heildverslun í eigin nafni 1946. Vöruúrvalið varð fljótt fjölbreytt, meðal annars í áfengi, sælgæti, snyrtivörum, ilmvötnum, borðbúnaði, farartækjum og mörgu fleira. Mörg af þekktustu vörumerkjum heims hafa ratað í vöruval fyrirtækisins,

Í gegnum tímans rás hefur vöruvalið breyst og í dag einbeitir fyrirtækið sér að innflutningi á matvöru, drykkjarvöru, hreinlætisvöru og sælgæti. Meðal margra vörumerkja eru t.d.  hin hágæða vín frá Torres, Captain Morgan romm, Ritter Sport súkkulaði, hið svissneska konfekt Lindt sem er elsta vörumerkið hjá félaginu og er þá fátt eitt talið.

Allar vörur sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða hafa ætíð verið valdar á gæðum og sérstöðu.  Aukin lífsgæði og hollusta eru aðalsmerki okkar til handa viðskiptavinum okkar, allt frá upphafi í 70 ár.

Hjá Karli K. Karlssyni starfar fjölbreyttur hópur, hver með sérfræðiþekkingu á sínu sviði. Okkar markmið er að veita úrvalsþjónustu í hvívetna svo ekki hika við að hafa samband.

Smelltu hérna að neðan til að senda okkur skilaboð í gegnum vefinn..

Við á samfélagsmiðlum

Something is wrong.
Instagram token error.
Load More